Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Kröfluflugurnar gáfu strax laxa í opnun Norðurár í morgun

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 75 cm hrygnu sem tók Iðu keilutúpu á Bryggjunum í Norðurá í morgun.

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 75 cm hrygnu sem tók Iðu keilutúpu á Bryggjunum í Norðurá í morgun.

    ,,Þetta var auðvitað æðislegt og Iðan klikkar ekki frekar en venjulega," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í samtali við Krafla.is klukkan rétt rúmlega 10 í morgun. Stjórn SVFR opnaði Norðurá í morgun og Mjöll Daníelsdóttir í veiðihúsinu við  Norðurá sagði í samtali við Krafla.is klukkan hálf ellefu að 7 laxar væri komnir á land og það væri mikið fjör á bökkum árinnar.

    Hörður Birgir byrjaði ásamt Elínu Ingólfsdóttur, eiginkonu sinni, að veiða í morgun á Bryggjunum. Þykir það jafnan einn lakasti veiðistaðurinn í opnun árinnar nema vatn sé mjög gott. Hörður setti fljótlega í 75 cm langa hrygnu á Iðu túpu með keilu og ekki löngu síðar fékk Hörður aðra hrygnu á Iðuna og var hún 78 cm.

    Við höfum fengið staðfest að Árni Friðleifsson, varaformaður SVFR, fékk 78 cm hrygnu á Brotinu á Kolskegg keilutúpu í morgun þannig að við vitum að í það minnsta 3 laxar af 7 í morgun komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg.

    Bjarni Júlíusson fékk fyrsta lax sumarsins á Brotinu snemma í morgun og við höfum heyrt að Ragnheiður Thorsteinsson fékk lax á Stokkhylsbroti og þeir Hörður Vilberg og Bernhard Petersen sinn hvorn fiskinn á Eyrinni. Við vitum ekki enn hvaða flugur þessir fiskar tóku.

    Sjö laxar á fyrstu þremur klukkustundunum er ein besta opnun Norðurár í mörg ár. Það að Kröfluflugurnar séu að stimpla sig svona rækilega inn í opnuninni gefur auðvitað frábær fyrirheit fyrir sumarið og við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar, eins og þær eiga að vera, fást einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Við verðum áfram á vaktinni hvað Norðurá varðar og uppfærum fréttirnar hér um leið og þær berast.

  • Echo stengurnar eru að slá í gegn - mikil gæði á frábæru verði - gerið verðsamanburð

    Echo stengurnar frá Bandaríkjunum hafa hlotið frábærar viðtökur hjá veiðimönnum.

    Echo stengurnar frá Bandaríkjunum hafa hlotið frábærar viðtökur hjá veiðimönnum.

    Þá er veiðivertíðin að hefjast en einungis nokkrir dagar eru í að fyrstu köstin verði tekin í Norðurá í Borgarfirði og Blöndu. Munum við færa lesendum okkar fréttir af gangi mála í Norðurá þegar þar að kemur.

    Í veiðibúðinni Kröflu hefur verið líf og fjör síðustu daga og ný sending af Echo flugustöngum sem við fengum á dögunum er langt komin og önnur sending þegar á leiðinni til landsins. Allar Echo stengurnar eru hannaðar af Bandaríkjamanninum Tim Rajeff og hafa fengið frábæra dóma undanfarið á netinu. Í Echo stöngunum fá veiðimenn mikið fyrir peninginn, verðið á stöngunum er afar hagstætt, úrvalið mikið og ævilöng ábyrgð á öllum stöngum. Við skorum á veiðimenn að bera saman verð og gæði. Þann samanburð hræðumst við ekki í Veiðibúðini Kröflu að Höfðabakka 3. Þess má geta að við hjá Kröflu höfum 45 ára reynslu af stangaveiði.

    Við erum með sérlega skemmtilegar stengur fyrir veiðimenn sem nota nettar græjur. Hjá okkur fást meðal annars 6,6 feta silunga- og laxastengur fyrir línu 3 og 7,3 feta stengur fyrir línu 2. Í Kröflu er hægt að fá minnstu og léttustu fluguhjól landsins og er óhætt að fullyrða að bleikjuveiði fær alveg nýja merkingu með svona útbúnaði.

    Hjá Kröflu er hægt að prófa allar stengur á staðnum.

    Við erum með gríðarlega mikið úrval af flugum sem eru í senn endingargóðar og vel hnýttar og gjöfular. Úrvalið er alltaf að aukast og sjón er sögu ríkari.

  • Kröfluflugur skiluðu frábærri veiði í gær í Húseyjarkvísl

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 73 cm langan sjóbirting sem tók Randalín túpu.

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 73 cm langan sjóbirting sem tók Randalín túpu.

    Félagar í Mokveioðifélaginu eru við veiðar í Húseyjarkvísl í Skagafirði og hafa þeir félagar verið að gera mjög góða veiði.

    Þeir opnuðu Húseyjarkvísl í gær 1. apríl og fengu þá 22 rígvæna sjóbirtinga og 4 laxa. Flest allir fiskarnir tóku Kröfluflugur og þar á meðal voru Kolskeggur,Iða og Randalín að gefa mjög góða veiði. Greinilegt að flugurnar okkar sem

    Þorsteinn Guðmundsson með 66 cm langan sjóbirting sem tók Kolskegg keilutúpu í Húseyjarkvísl í gær.

    Þorsteinn Guðmundsson með 66 cm langan sjóbirting sem tók Kolskegg keilutúpu í Húseyjarkvísl í gær.

    einungis fást í Veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakkanum eru að gera það gott eins og alltaf.

    Aðstæður fyrsta veiðidaginn í gær voru mjög góðar framan af en seinni partinn tók að snjóa og í gærkvöld var jörð orðin hvít í Skagafirði. Þrátt fyrir það eru Mokveiðifélagarnir við veiðar í dag og segjum við nánari fréttir af þeim félögum þegar þær berast

    Ólafur Hafsteinsson með 67 cm lngan sjóbirting sem tók Kolskegg.

    Ólafur Hafsteinsson með 67 cm lngan sjóbirting sem tók Kolskegg.

    Við höfum einnig frétt af góðri veiði í Vatnamótunum fyrir austan og eigum von nýjum fréttum þaðan.

    Sævar Örn Hafsteinsson með 67 cm langan sjóbirting sem tók Kolskegg.

    Sævar Örn Hafsteinsson með 67 cm langan sjóbirting sem tók Kolskegg.

    Hörður Birgir með 72 cm langan birting sem tók Kröflu Orange í gær.

    Hörður Birgir með 72 cm langan birting sem tók Kröflu Orange í gær.

  • Lokadagur Kröflugossins á morgun laugardag - enn hægt að gera hrikalega góð kaup

    Ólafur Hafsteinsson með rosalegan 85 cm langan sjóbirting sem hann fékk á Kolskegg í fyrra.

    Ólafur Hafsteinsson með rosalegan 85 cm langan sjóbirting sem hann fékk á Kolskegg í fyrra.

    Kröflugosinu 2012 lýkur í verslun okkar klukkan þrjú á morgun laugardag 24. mars. Enn er hægt að gera hrikalega góð kaup á Kröflugosinu. Þar má nefna að mjög góð tvíhenda er til sölu á rúm 20 þúsund, einhendur eru frá 7 þúsundum og fluguhjól eru enn til hjá okkur á aðeins rúmar fimm þúsund krónur. Þá eru vöðlujakkar hjá okkur í miklu úrvali og verðið er frá aðeins 16.500 krónum fyrir vatnsheldan jakka. Loks má nefna að flugur okkar verða á 20-30% afslætti til klukkan þrjú á laugardag.

    Nú er stutt í að veiðitímabilið hefjist og því um að gera fyrir veiðimenn að gera frábær kaup í veiðigræjum fyrir komandi vertíð.

    Við erum þegar farin að taka inn  nýjar vörur fyrir sumarið og verða þar margar nýungar á ferðinni. Sumt af því má sjá nú þegar  í verslun okkar að Höfðabkka 3.

    Kröflugosinu 2012 lýkur sem sagt á morgun klukkan þrjú. Í dag föstudag er opið til klukkan sex og á morgun laugardag frá 11 til 15.

Hlutur 73 til 76 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 17
  4. 18
  5. 19
  6. 20
  7. 21
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík