Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Glæsilegar jólagjafir í Kröflu - ódýrasti stangarpakkinn í bænum?

    Veiðibúðin Krafla Höfðbakka 3. Þar er mikið úrval jólagjafa fyrir veiðimenn og mörg jólatilboð í gangi.

    Veiðibúðin Krafla Höfðbakka 3. Þar er mikið úrval jólagjafa fyrir veiðimenn og mörg jólatilboð í gangi.

    Veiðimenn og veiðikonur ættu ekki að láta það ógert fyrir þessi jól að kíkja við í veiðibúðinni Kröflu í Höfðabakka 3. Við erum að gera klár mörg ótrúlega flott jólatilboð í verslun okkar og sjón er sögu ríkari.

    Til dæmis má nefna hreint frábæran stangarpakka sem fer langleiðina með að vera jólapakkinn í ár fyrir stangaveiðimanninn. Um er að ræða mjög góða flugustöng, fluguhjól með aukaspólu, Echo flotlínu og með í pakkanum er flugubox með 6 flugum. Að auki er undirlína og taumur og við erum búin að gera hjólið og línuna klárt til notkunar. Þessi pakki kostar aðeins 14.900 krónur og höfum við ekki séð stangarpakka á betra verði. Fyrstur kemur fyrstur fær.

    Jólin eru komin í Kröflu og hér má sjá Kröflujólatréð í ár þar sem Kröflutúpur eru í aðalhlutverki hvað skrautið varðar.

    Jólin eru komin í Kröflu og hér má sjá Kröflujólatréð í ár þar sem Kröflutúpur eru í aðalhlutverki hvað skrautið varðar.

    Við hjá Kröflu erum einnig með frábær vöðlutilboð þar sem hægt er að fá vöðlur og skó á hreint frábæru verði. Þá erum við mjög mikið úrval af glæsilegum fluguboxum úr birki og mahoný og seljast þau eins og heitar lummur fyrir jólin enda glæsilegar og persónulegar jólagjafir fyrir veiðimenn. Við gröfum nöfn veiðimanna á boxin.

    Við erum með opið kl. 11 til 18 alla daga til jóla nema hér á Krafla.is birtist tilkynning um annað og bjóðum alla veiðiáhugamenn velkomna til okkar.

  • Kröfluflugurnar eru mjög öflugar í sjóbirtingsveiði - Flottir birtingar í Kvíslinni

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 10 punda sjóbirting sem tók þyngda Iðu túpu 1/4" með keilu.

    Hörður Birgir Hafsteinsson með 10 punda sjóbirting sem tók þyngda Iðu túpu 1/4" með keilu í gær.

    ,,Aðstæður voru mjög erfiðar og við höfum oft veitt meira í Húseyjarkvísl. Sjóbirtingsveiðin var þó ágæt og fínir birtingar inn á milli. Enn og aftur voru það Kröfluflugurnar sem voru að skila okkur þessum fiskum enda eru þær mjög sterkar í sjóbirtingsveiðinni ekki síður en laxveiðinni," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson en hann og félagar hans voru að ljúka veiðum í Húseyjarkvísl. Þetta var næst síðasta hollið á laxasvæðinu í ánni. Alls fékk hollið 3 laxa og 10 sjóbirtinga.

    Iðan var rosalega sterk í þessu holli og sérstaklega þyngda útgáfan af keilutúpunni. Alls tóku hana sjö birtingar af tíu. Laxarnir þrír komu á Iðuna og tveir á Kolskegg. Greinilegt er að Kröfluflugurnar eru geysilega sterkar í haustveiðinni, hvort sem um er að ræða lax eða sjóbirting. Kröflutúpurnar í hinum ýmsu litum, rauð, orange, gul og svört eru geysilega sterkar í haustveiðinni svo ekki sé minnst á Kolskegg, Iðu og Skrögg. Þrjár síðast nefndu eru sérstaklega skæðar í haustveiðinni sem léttar long wing keilutúpur en einnig sem þyngdar túpur með löngum væng og keilu.

    Enginn veiðimaður sem er á leið í haustveiði ætti að láta þessar flugur vanta í boxið sitt. Við minnum veiðimenn á að þessar flugur fást hvergi nema í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.

    Ólafur Hafsteinsson með 13 punda lax sem tók þunga Kolskegg keilutúpu með miklum látum

    Ólafur Hafsteinsson með 13 punda lax sem tók þunga Kolskegg keilutúpu með miklum látum í gær.

    Þorsteinn Frímann Guðmundsson með fallegan sjóbirting sem tók Iðu keilutúpu í Húseyjarkvíslinni í gær.

    Þorsteinn Frímann Guðmundsson með fallegan sjóbirting sem tók Iðu keilutúpu í Húseyjarkvíslinni í gær.

  • 150 laxar á Iðu í sumar - Veiðifréttir héðan og þaðan

    Jóhannes Guðlaugsson ásamt tengdaföður sínum og gullfallegum 13 punda sjóbirtingi sem tók Randalín síðsumars í Ölfusá. Randalín er gríðarlega sterk sjóbirtingsfluga.

    Jóhannes Guðlaugsson ásamt tengdaföður sínum og gullfallegum 13 punda sjóbirtingi sem tók Randalín síðsumars í Ölfusá. Randalín er gríðarlega sterk sjóbirtingsfluga.

    Veiði er að ljúka við Iðu í Biskupstungum. Lokatala í sumar í veiðibók var 75 laxar. Til glöggvunar má geta þess að veiðibókin endurspeglar afla frá helmingi veiðitímans. Tveir aðilar annast sölu veiðileyfa við Iðu en aðeins er skrifað í veiðibók ,,öðru megin". Það má því gera ráð fyrir Því að heildarveiðin við Iðu í sumar verði um 150 laxar sem er afar slakur sumarafli  á þessum fornfræga veiðistað. Það sem er þó kannski alvarlegast eða einkennilegast við skráninguna í veiðibókinni er að stærsti laxinn í sumar er heil 9 pund. Næst stærsti fiskurinn á svæðinu er 7 punda sjóbirtingur. Við birtum frétt um skrítinn veiðitúr við Iðu og nánari samantekt frá sumrinu við Iðu fljótlega.

    Öðruvísi mér áður brá kunnugur Iðusvæðinu til fjögurra áratuga. Veiðisvæðið sem slíkt var nánast ónýtt í fyrra enda veiði þá mjög léleg. Í vor var allt annað svæði í boði fyrir veiðimenn. Hlutir gerast hratt við Iðu þergar þeir á annað borð gerast. Gríðarlegur framburður á sandi gerbreytir veiðisvæðinu á 2-3 vikum. Nánar um það síðar.

    Nú er sjóbirtingstíminn að bresta á og framundan besti tíminn. Kröfluflugurnar okkar hafa sannað sig svo um munar í sjóbirtingsveiðinni og eru margar hverjar með bestu sjóbirtingsflugum sem völ er á í dag. Auk þess að nefna hina ýmsu liti í Kröflunum má nefna Kolskegg, Iðu, Skrögg og Randalín en nefna mætti margar fleiri. Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugur eins og þær eiga að vera fást einungis hjá okkur í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3.

    Lélegar eftirlíkingar af Kröfluflugum okkar eru orðnar að aðhlátursefni meðal veiðimanna á netinu og víðar. Við leggjum áherslu á að safna þessu rusli saman og sýna veiðimönnum sem til okkar koma. Höfum við þetta rusl jafnan ofanborðs svo allir megi sjá.  Og veiðimenn eru allir að átta sig á því að fluga er ekki það sama og fluga. Það margborgar sig að kaupa góða vöru sem endist.

    Echo flugustangirnar hafa vakið mikla athygli meðal fluguveiðimanna í sumar og hafa þær fengið hreint frábæra dóma. Við hjá Veiðibúðinni Krafla erum með umboð fyrir Echo vörur fyrir fluguveiði og erum við einnig með hjól og línur á hreint frábæru verði. Það er hinn heimsþekkti fluguveiðimaður og hönnuður Tim Rajeff sem hefur hannað Echo vörurnar og hér um hágæðavörur að ræða. Echo stangirnar eru í boði frá 6,6 fetum til 15 feta og fyrir línur 2 til 11.

    Veiði í Norðurá í Borgarfirði var liðlega 2100 laxar. Stærstur hluti veiðinnar kom um miðbik veiðitímans en segja má að eftir 8. ágúst hafi veiðin fjarað út og lengst af mjög lítil veiði síðasta mánuð veiðitímans.

    Við hjá Veiðibúðinni Kröflu heyrum margar veiðisögur. Til okkar kom góður veiðimaður sem fékk 21 lax í Norðurá í sumar. Hann fékk 11 laxa á græn/svarta Kröflu keilutúpu í stærð mícró. ,,Og það sem meira var," sagði veiðimaðurinn ,,var að eftir 5 laxa sá ekki á flugunni. Hún var eins og ný."


  • Úan stal senunni á Nessvæðinu fyrir norðan

    Sævar Þór Hafsteinsson með 18 punda hrygnu sem tók Iðu flottúpu með keiluhaus.

    Sævar Örn Hafsteinsson með 18 punda hrygnu sem tók Iðu flottúpu með keiluhaus.

    ,,Þetta var meiriháttar gaman. Að fá svona góð viðbrögð við flugu sem við höfum lítið prófað áður var alveg magnað. Þetta er enn ein gæðaflugan sem kemur úr smiðju Kristjáns Gíslasonar og enn ein Kröfluflugan sem slær í gegn í sumar," sagði Hörður Hafsteinsson en hann var nýverið við veiðar á Nessvæðinu í Aðaldal ásamt þremur félögum sínum í Mokveiðifélaginu. Hollið fékk 28 laxa og þar af voru Mokveiðimenn með 10 laxa á tvær stengur af átta og því sex stengur með 18 fiska.

    Kristján hannaði Úu árið 1970 og dregur hún nafn sitt af frægri persónu úr skáldsögu Halldórs Laxness. Alls tóku 9 laxar Úuna en þremur tókst að landa. Og það skemmtilega gerðist að tveir bræður voru með fisk á á sama tíma og báðir tóku Úuna. Af þeim sem ekki náðust á land voru tveir afar stórir og líklega um 25 pundin. Úa var mjög öflug fluga á áttunda áratugnum en hefur lítið verið reynd síðan. Nú hefur hún stimplað sig rækilega inn í laxveiðinni á ný enda er flugan afar falleg og veiðin og fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3 eins og allar aðrar Kröfluflugur.

    Þeir Mokveiðimenn fengu auk þess fiska á Kröflu orange, Skrögg, Kolskegg og stærsti fiskur þeirra kom á Iðu en hann var 18 pund.

    Veiðibúðin Krafla verður opin á morgun laugardag frá kl. 12 til 17.

    Þorsteinn Guðmundsson með 13 punda lax sem tók Úu flottúpu.

    Þorsteinn Guðmundsson með 13 punda lax sem tók Úu flottúpu.

    Hörður Hafsteinsson með 14 punda lax sem tók Kolskegg.

    Hörður Hafsteinsson með 14 punda lax sem tók Kolskegg.

    Úa. Þessa flugu hannaði Kristján Gíslason árið 1970. 9 laxar tóku hana á Nessvæðinu á dögunum.

    Úa. Þessa flugu hannaði Kristján Gíslason árið 1970. 9 laxar tóku hana á Nessvæðinu á dögunum.

Hlutur 85 til 88 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 20
  4. 21
  5. 22
  6. 23
  7. 24
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík