Fréttir - Krafla.is
-
,,Þessi fluga er ekki hægt" - 11 af 14 á Kolskegg í Miðfjarðará
Okkur berast stöðugt magnaðar fréttir af Kröfluflugunni Kolskeggi sem hefur verið að gera það gott í veiðinni það sem af er sumri. Til okkar kemur mikill fjöldi veiðimanna í Veiðibúðina Kröflu og segir farir sínar ekki sléttar þegar Kröfluflugurnar eru annars vegar.
Félagar í veiðifélaginu Óðfluga voru nýverið við veiðar í Miðfjarðará fyrir austan. ,,Þetta var frábær veiðitúr. Við náðum 14 löxum á land en þegar við komum var áin mjög vatnsmikil og erfið viðureignar. Þetta batnaði fljótt og við urðum fljótlega vel varir. Alls náðum við 14 löxum á land. 11 þeirra tóku Kolskegg en 3 Sunray Shadow. Kolskeggurinn var ótrúlegur og þessi fluga er hreinlega ekki hægt. Það var með hreinum ólíkindum að sjá hvernig laxinn rauk á Kolskegginn og þetta er fluga númer eitt hjá okkur í dag," sagði Róbert Rúnarsson í samtali við Krafla.is þegar þeir félagar voru ,,komnir til byggða."
,,Ég hef aldrei áður séð öflugri flugu. Við vorum að fara yfir með öðrum flugum líka en alltaf þegar kom að Kolskeggi þá tók laxinn. Þetta var engin tilviljun og það var alls ekki sama hvaða fluga var í vatninu. Það varð að vera Kolskeggur til að eitthvað gerðist," sagði Róbert ennfremur en þeir félagar misstu mjög marga laxa á Kolskegginn í túrnum. ,,Við vorum að veiða á allar útgáfur af Kolskeggnum, vorum með léttar túpur og þungar og allar stærðir," sagði Róbert
Við viljum ítreka að Kolskeggur fæst einungis í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3. Ennfremur viljum við láta veiðimenn vita af lélegum eftirlíkingum sem eru til sölu í öðrum veiðibúðum. ,,Það skiptir auðvitað máli hvaðan flugurnar eru. Við kaupum okkar flugur í Veiðibúðinni Kröflu og þær hafa reynst okkur frábærlega vel, eru sterkar og mjög veiðnar," sagði Róbert Rúnarsson.
-
Bláa Gríman klikkaði ekki í Húseyjarkvísl - Fráblær fluga sem er alltof lítið reynd
Ólafur Hafsteinsson er meðlimur í Mokveiðifélaginu en hann og félagar hans í félaginu voru í Húseyjarkvísl á dögunum og þrátt fyrir erfiðar aðstæður veiddu þeir vel. Á dögunum spjölluðum við á Krafla.is við Ólaf og lýsti hann því þá yfir að sumarið í sumar hjá honum færi að miklu leyti í að prófa hinar þekktu Grímuflugur eftir Kristján Gíslason. Sérstaklega og einkum og sér í lagi var áhugi Ólafs bundinn við bláu Grímuna.
Nú hefur Mokveiðifélagið lokið sér af í Húseyjarkvísl í bili og afraksturinn var um 10 laxar. Stundum hafa aflabrögð verið betri en aðstæður voru lengstum erfiðar. En Ólafur stóð við sitt. Hann fékk gullfallegan tveggja ára lax og á bláu Grímuna. Er þetta þeim mun eftirtektarverðara vegna þess að ekki var mikill lax genginn í Húseyjarkvísl og því erfiðara um vik en oftast áður.
Félagarnir í Mokveiðifélaginu fengu um 10 laxa í Húseyjarkvíslinni og alla á Kröfluflugur.
-
4 laxar komnir á Skrögginn í Húseyjarkvísl
Félagar í Mokveiðifélaginu eru við veiðar í Húseyjarkvísl þessa stundina og fram til hádegis á föstudag. Í gærkvöldi voru þeir komnir með fjóra væna laxa þrátt fyrir mikinn kulda, 5 stiga hita og norðannepju. Allir fiskarnir, 10 til 17 pund tóku Skrögg keilutúpu en hún fæst einungis hjá okkur á Krafla.is og í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabkka 3.
Opnunarhollið í Húseyjarkvísl fékk 5 laxa en hollið sem nú er við veiðar í ánni er holl númer tvö. ,,Þetta hefur verið mjög erfitt vegna kulda og norðannepjunnar. Við eru komnir með 4 væna laxa og svo misstum við einn. Það er eitthvað hrafl af fiski í ánni og hann er eitthvað að ganga. Það er mjög gott vatn í ánni og aðstæður allar þær bestu ef kuldinn er undanskilinn," sagði Hörður Birgir Hafsteinsson í samtali við Krafla.is fyrir stundu.
Hörður Birgir var þá staddur neðan við Varmahlíð á silungasvæðinu en þar fengust tveir laxanna í gær. Þorsteinn Frímnn Gunnlaugsson fékk stærsta fiskinn sem kominn er á land, í það minnsta 17 punda fisk sem var 92 cm langur og lúsugur hængur.
-
,,Kolskeggur er algjörlega númer eitt hjá mér í urriðann ekki síður en laxinn"
,,Ég er ekki í nokkrum vafa um að Kolskeggur er urriðafluga númer eitt hjá mér. Hún var það fyrir þennan veiðitúr í Fnjóskána en þessi mikli urriði setti punktinn yfir i-ið hjá mér," sagði Sævar Örn Hafsteinsson í samtali við Krafla.is en hann lauk veiðum í Fnjóská í gær. Hollið hafði engan lax á land enda áin foráttumikil og nánast óveiðandi. Mest fór hún í 114 rúmmetra en það er fjórfalt mjög gott vatn í Norðurá svo dæmi sé tekið.
,,Þetta var rosalega skemmtilegur fiskur og ekki á hverjum degi sem maður setur í svona ferlíki þegar urriðar eru annars vegar. Þetta var staðbundinn urriði og vó hann 9 pund. Ég hef verið mikið með Kolskegg í Húseyjarkvíslinni og þar er enginn friður með Kolskegginn. Oft vill maður að aðrar fiskitegundir láti agnið í friði hjá manni þegar maður er á laxveiðum en í Húseyjarkvísl og víðar þar sem ég hef farið hefur urriðinn ekki látið Kolskegginn í friði," sagði Sævar Örn.
Kolskeggur fæst einungis á Krafla.is og í Veiðibúðinni Krafla Höfðabakka 3.