Fréttir - Krafla.is
-
Elvar fékk 23ja punda hæng á stórfiskafluguna Skrögg
Ein öflugasta flugan sem við á Krafla.is bjóðum veiðimönnum er Skröggur og er ekki ofsagt að þar sé stórlaxafluga á ferð. Leiðsögumaðurinn Elvar Örn Friðriksson rauf 20 punda múrinn með eftirminnilegum hætti á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í fyrradag þegar hann fékk 23 punda hæng á Skrögg Long Wing flottúpu. Fiskurinn var 102 cm. Elvar Örn, sem er sonur Friðriks Þ. Stefánssonar fyrrverandi formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fékk tröllið í Kirkjuhólmastreng og var viðureignin skemmtileg og tvísýn.
Elvar Örn verður við veiðar á Nessvæðinu næstu daga. Þar er ekkert netsamband og því höfum við ekki mynd af tröllinu. Strax eftir helgina stendur það til bóta þegar veiðimaðurinn kemur ,,til byggða." Þá munum við birta flottar myndir frá viðureigninni.
Við áKrafla.is höfum ekki hikað við að kynna Skrögg sem stórfiskaflugu fyrir okkar viðskiptavinum. Atburðir síðustu daga eru skemmtileg staðfesting á getu Skröggsins og við erum viss um að framtíðin geymi fleiri æfintýri þar sem Skröggur verði í aðalhlutverkinu.
-
Bjarni lenti í ótrúlegri veiði á Beygluna
,,Þetta var svakalega skemmtileg veiði. Það er mikill silungur í Selvallavatni og gaman að veiða þar. Það er líka gaman þegar nýjar flugur stimpla sig inn með eftirminnilegum hætti. Beyglan kom svo sannarlega skemmtilega á óvart og við höfum einnig veitt mjög velæ á Beygluna í Hraunsfirðinum. Fyrir mér er það ekki vafamál lengur að Beyglan er afburða sterk fluga í silungsveiði," sagði Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í samtali við okkur á Krafla.is
,,Ég var við veiðar í Selvallavatni á Snæfellsvatni á dögunum með syni mínum Hafþóri Bjarna. Ég fékk strax fisk í fyrsta kasti á Krókinn. Þegar leið nokkur tími án þess að ég yrði var setti ég Beyglu undir. Það var eins og við manninn mælt. Það varð allt vitlaust. Ég landaði 8 fallegum urriðum og missti annað eins. Þetta var alveg mögnuð reynsla því nálægt mér voru menn að veiða á hinar og þessar flugur en ekkert gekk. Beyglan er nokkuð sérstök silungapúpa og efnið í vængjunum sérstakt í meira lagi. Það getur verið að það hafi skipt sköpum því mjög mikið magn var af fiðrildum á svæðinu. Allavega var þetta ótrúlega skemmtileg veiði á Beygluna sem verður lengi í minnum höfð," sagði Bjarni Júlíusson.
Beyglan er silungafluga eftir Gylfa heitinn Kristjánsson . Með síðustu flugum sem sá mikli snillingur hannaði. Beyglan hefur verið vanmetin en hún er gríðarlega sterk silungafluga. Við erum sem aldrei fyr að heyra sögur af mikilli veiði á þessa sérstöku flugu og þær eiga örugglega eftir að verða mun fleiri í framtiðinni.
-
Krafla.is opnar verslun að Höfðabkka 3 - góðar vörur fyrir fluguveiðimenn og áhersla lögð á góða og persónulega þjónustu
Við hjá www.Krafla.is höfum nú flutt í nýtt húsnæði að Höfðabakka 3 eða í næstu götu neðan við Prentsmiðjuna Odda. Að Höfðabakka 3 seljum við allar flugur okkar sem eru í boði í netversluninni Krafla.is og auk þess bjóðum við í Höfðabakka 3 upp á mikið úrval af vörum fyrir fluguveiði og vöruúrvalið eykst með degi hverjum.
Að Höfðabakka 3 bjóðum við meðal annars upp á mjög góðar flugustengur frá Snowbee og Shakespeare á hreint frábærum verðum, allt frá 7 fetum til 10 feta. Við bjóðum einnig upp á mjög góð fluguhjól frá sömu framleiðendum og flugulínurnar frábæru frá Snowbee sem eru í allra fremstu röð og á mjög hagstæðu verði. Einnig erum við með mjög hentugar og fisléttar mittis öndunarvöðlur með áföstu stígvéli eða með skóm og hefðbundnar öndunarvöðlur frá Snowbee og Rapala (Vengen). Að auki geta fluguveiðimenn fengið nánast allt nauðsynlega smádótið í veiðitúrinn hjá okkur.
Um leið og við seljum laxa- og silungaflugur í allra fremstu röð, íslenska hönnun og níðsterkar flugur, þá erum við afar ánægð með að geta nú boðið fluguveiðimönnum upp á flestar ef ekki allar þær vörur sem nauðsynlegar eru í veiðitúrinn á frábæru verði að Höfðabakka 3.
Við hjá Krafla.is setjum í forgang að bjóða viðskiptavinum okkar upp á mjög góðar vörur á sanngjörnu og viðráðanlegu verði og viljum veita mjög góða þjónustu. Við sem stöndum að Krafla.is höfum verið viðloðandi lax- og silungsveiði í 45 ár og á þeim langa tíma hefur safnast upp mikil þekking og reynsla sem gaman verður að miðla til viðskiptavina okkar í framtíðinni.
Við bjóðum fluguveiðimenn velkomna til skrafs og ráðagerða að Höfðabakka 3 og erum alltaf með veiðikaffi á könnunni.
-
,,Hann kom svo aftur og þá snarnegldi hann Kolskegginn"
Árni Friðleifsson er með snjallari og reyndari fluguveiðimönnum landsins og hann hefur haldið mikilli tryggð í gegnum árin við flugurnar okkar á Krafla.is Árni sagði í samtali við Krafla.is að sumarið í sumar yrði líkast til aðeins öðruvísi hjá sér en áður. ,,Ég verð í Norðurá um aðra helgi og síðan liggur leiðin vestur í dali og ég mun eyða stærstum hluta sumarsins í Laxá í Dölum við leiðsögn og umsjón með ánni. Það er því útlit fyrir að maður veiði minna í sumar en mörg undanfarin sumur," sagði Árni.
Árni fékk tvo laxa í opnunarholli Norðurár en hann situr í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. ,,Laxinn sem ég fékk í litlum veiðistað sem heitir Einbúi var mjög skemmtilegur. Ég var með Kolskegg flottúpu og hún skautði fallega niður veiðistaðinn. Skyndilega kom sporður upp úr og greinilegt að hann var að spá í Kolskegginn. Ég beið í nokkrar sekúndur og kastði síðan aftur. Hann kom svo aftur og þá snarnegldi Kolskegginn með miklum látum. Viðureignin var skemmtileg og laxinn erfiður, fór á bak við stein og ég þurfti að hafa mikið fyrir þessu," sagði Árni og bætti við: ,,Það verður gaman að prófa Kolskegginn aftur í Norðuránni og svo auðvitað í Laxá í Dölum. Þetta er afar sterk fluga og hefur marg sannað sig sem slík," sagði Árni Friðleifsson.
Laxveiði er almennt mjög góð og hver áin opnar af annarri. Lax virðist vera fyr á ferðinni en oft áður og útlit er fyrir mjög gott veiðisumar.