Velkomin(n) á vefverslun Kröflu

Cart:

0 item(s) - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

0

Fréttir - Krafla.is

  • Stórbrotið veiðisvæði Jöklu - 10 af 17 löxum á Kolskegg, rosalegar tökur og rígvænar bleikjur

    Guðrún Jónsdóttir með flottan smálax sem tók Kolskegg í Fögruhlíðará.

    Guðrún Jónsdóttir með flottan smálax sem tók Kolskegg í Fögruhlíðará.

    Veiðimenn sem voru við veiðar í einn og hálfan dag á Jöklusvæðinu hans Þrastar Elliðasonar fengu 17 laxa og misstu sex. Að auki frengu þessar aflaklær sem kenna sig við Mokveiðifélagið 8 vænar bleikjur og sjóbirtinga af fallegri gerðinni.

    ,,Þetta var í einu orði sagt stórkostlegt. Þetta veiðisvæði er með því flottasta hér á landi ef ekki það fallegasta. Og ekki skemmdi fyrir að við veiddum mjög vel og í raun mun betur en við áttum von á," sagði Hörður Hafsteinsson, einn veiðimannanna í samtali við Krafla.is

    ,,Og enn einu sinni var Kolskeggurinn í aðalhlutverkinu. Af þessum 17 löxum sem við lönduðum komu 10 á Kolskegg. Og tökurnar voru svo rosalegar að ég hef aldrei séð annað eins. Laxarnir komu á eftir Kolskeggnum niður ána og einn tók hana á lofti þegar hún var að lenda á vatninu. Ég á í raun ekki nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa þessum tökum. Ég hef aldrei átt flugu fyr sem virðist fara eins mikið í taugarnar á löxum. Og bleikjurnar voru alveg jafn vitlausar í Kolskegginn," sagði Hörður sem einnig fékk laxa á svarta Kröflu og Kröflu Eld keilutúpur.

    Hér hefur lax rokið á Kolskegginn í Fögruhlíðará hjá Árna Jóhannssyni.

    Hér hefur lax rokið á Kolskegginn í Fögruhlíðará hjá Árna Jóhannssyni.

    Jöklusvæðið samanstendur af Jöklu og hliðarám hennar sem eru Laxá og Kaldá og svo Fögruhlíðará. Vatnsmagn er misjafnt í þessum ám en í öllum þeirra eru mjög margir glæsilegir veiðistaðir og alveg ljóst að þetta er framtíðar laxveiðisvæði. ,,Þetta svæði er komið til að vera hjá okkur félögunum og við munum reyna að komast þarna til veiða á hverju sumri eftir þessa veiðiferð," sagði Hörður ennfremur.

    Sjá má frétt og tæplega 200 myndir úr veiðitúrnum á vef Mokveiðifélagsins sen slóðin er www.veidimenn.com

    Og hér er Árni með laxinn að löndun lokinni.

    Og hér er Árni með laxinn að löndun lokinni.

    Hér eru heldur betur átök í gangi. Hörður Hafsteinsson að þreyta lax á svarta Krökflu í ármótum Laxár og Jöklu.

    Hér eru heldur betur átök í gangi. Hörður Hafsteinsson að þreyta lax á svarta Kröflu í ármótum Laxár og Jöklu.

    Og hér er Hörður með laxinn fallega sem tók svörtu Kröfluna.

    Og hér er Hörður með laxinn fallega sem tók svörtu Kröfluna.

    Sævar Örn Hafsteinsson með silfraðan smálax sem tók Kolskegg með miklum látum.

    Sævar Örn Hafsteinsson með silfraðan smálax sem tók Kolskegg með miklum látum í Jöklu.

  • Fyrsti laxinn á bleika SilungaKröflu - Fréttir héðan og þaðan

    Guðni Kolbeinsson með fallegan smálax sem hann fékk á bleika SilungaKröflu í Djúpadalsá á dögunum.

    Guðni Kolbeinsson með fallegan smálax sem hann fékk á bleika SilungaKröflu í Djúpadalsá á dögunum.

    Veiði í Djúpadalsá í Reykhólahreppi hefur gengið vel undanfarið eftir frekar rólega byrjun. Alls hafa veiðst um 230 bleikjur og 15 laxar. Þetta eru tölur frá hádegi 10. ágúst sl. en þá var bleikjan að ganga á fullu. Hollið sem lauk veiðum 10. ágúst fékk 72 bleikjur, 1 lax og 1 sjóbirting. Laxinn veiddi Guðni Kolbeinsson á bleika SilungaKröflu og er það eftir því sem við best vitum fyrsti laxinn sem veiðist á bleiku Kröfluna.

    Veiði tók nokkurn kipp í Norðurá í kjölfar rigninga á dögunum og til að mynda lennti holl sem var við veiðar 5. til 8. ágúst, svonefnt feðgaholl, í góðri veiði undir lok tímans. Feðgahollið fékk 60 laxa á 12 stengur í 3 daga. Margir af þessum löxum tóku Kröfluflugur. Tveggja daga holl sem tók við af feðgahollinu fékk 70 laxa á tveimur dögum.

    Á hádegi sl. miðvikudag voru komnir 70 laxar í veiðibókina við Iðu sem er mun betri veiði en í fyrra. Líklega eru laxarnir í bókinni í dag orðnir 100. Við verðum á ferðinni við Iðu um komandi helgi og birtum nýjustu tölur eftir helgina.

    Einn lax kom á land á svæðinu við Þrastarlund í Soginu í gær. Hann tók svarta Kröflutúpu.

    Theódór Jónsson með tvo fallega smálaxa sem tóku Kolskegg flottúpu á Iðunni á dögunum.

    Theódór Jónsson með tvo fallega smálaxa sem tóku Kolskegg flottúpu á Iðunni á dögunum.

  • Þverá í Fljótshlíð: Frábær veiði Mokveiðifélagsins á flugur frá Krafla.is

    Bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, meðgullfallega 12 punda hrygnu sem tók Kolskegg.

    Bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, meðgullfallega 12 punda hrygnu sem tók Kolskegg.

    Flugur okkar á Krafla.is eru að gera það gott víða um land. Nýjustu fréttir eru af heimsókn meðlima Mokveiðifélagsins í snotra bergvatnsá, Þverá í Fljótshlíð, um helgina.

    Forsprakkar Mokveiðifélagsins, bræðurnir Sævar Örn og Hörður Hafsteinssynir, lögðu land undir fót um helgina og renndu fyrir laxa í Þveránni seinni part föstudags og fyrri part laugardags. Í liðinni viku heimsóttu þeir bræður okkur á Krafla.is og versluðu flugur. Höfðu þeir bræður á orði að of langur tími væri liðinn frá síðasta veiðitúr sem var í Húseyjarkvísl og þar áður í Laxá í Kjós. Í þessum ám veiddu þeir bræður mjög vel ásamt félögum sínum á flugur frá okkur á Krafla.is og einkum á Kolskegg flottúpu og Kröflu keilutúpur.

    Í síðustu verslunarferð þeirra félaga í Mokveiðifélaginu til okkar lögðu þeir félagar megin áhersluna á þríkrækjur. Birgðu sig upp af Kröflum, Iðu, Elliða rauðum og Grímum í öllum regnbogans litum. Og núna um helgina voru þessar flugur reyndar á nýjum veiðislóðum þar sem þeir félagar höfðu ekki veitt áður, Þverá í Fljótshlíð. Og flugurnar reyndust vel. Þeir félagar fengu 10 laxa og marga væna. 4 laxar tóku Iðu, 2 laxar komu á rauða Grímu og 4 laxar tóku Kröflur í ýmsum litum og Kolskegg. Þyngsti laxinn var 12 pund. ,,Við höfðum bullandi trú á öllum þessum flugum. Þær stóðu fyllilega undir öllum væntingunum. Kröflurnar eða Grímurnar ásamt Kolskeggi og Iðu, þetta eru frábærar flugur og þessi árangur okkar staðfestir það," sögðu þeir bræður við heimkomuna.

    Karl barón með flottan lax sem tók bláa Kröflu í Þverá í Fljótshlíð um helgina.

    Karl barón með flottan lax sem tók bláa Kröflu í Þverá í Fljótshlíð um helgina.

  • Brjáluð aðsókn í Kolskegg - 3 laxar komnir á land úr Djúpadalsá

    Kolskeggur flottúpa, 1,5".

    Kolskeggur flottúpa, 1,5".

    Flottúpan Kolskeggur er enn að gera það gott víða um land og aðsókn í þessa frábæru flottúpu er mikil. Við á Krafla.is höfum ekki undan að afgreiða Kolskegginn til viðskiptavina okkar og ef fram heldur sem horfir gæti svo farið að þessi vinsæla fluga verði uppseld hjá okkur síðar í sumar.

    ,,Ég var í Hofsá í Vopnafirði á dögunum og að sjálfsögðu með Kolskegginn meðferðis. Ég þurfti að leita að laxi og setti því Kolskegginn undir á flottúpu. Það var ekki að sökum að spyrja. Hvar sem ég renndi Kolskeggnum tóku hann laxar eða reyndu sig við túpuna. Kolskeggur er besta leitartækið sem ég hef reyunt í laxveiðinni," sagði Teitur Örlygsson við okkur á Krafla.is á dögunum.

    Fallegar bleikjur úr Djúpadalsá.

    Fallegar bleikjur úr Djúpadalsá.

    Veiði í Djúpadalsá í Reykhólahreppi hófst þann 12. júlí sl. Ekki höfum við nákvæmar fréttir af veiði í ánni það sem af er en þó getum við sagt frá því að þrír laxar eru komnir á land og um 25 bleikjur að auki. Bleikjan virðist ganga síðar á þessum slóðum en í fyrra og nægir í því sambandi að nefna Fjarðarhornsá og Skálmardalsá.

    Í frétt í dag á veiðivefnum Vötn og Veiði segir: ,,Sjóbleikjuveiði fyrir vestan fer fremur rólega af stað, en fiskur er þó eitthvað byrjaður að ganga. Í holli númer tvö í Skálmardalsá veiddust ekki margar bleikjur, en hins vegar kom mönnum nokkuð á óvart að sjá tvo laxa í ánni og náðist annar þeirra."

Hlutur 157 til 160 af 203

Síða:
  1. 1
  2. ...
  3. 38
  4. 39
  5. 40
  6. 41
  7. 42
  8. ...
  9. 51
© 2018 Skrautás Ehf. - Sími 6982844 - kt. 520799-2149 - vsk nr. 63003 [email protected] - Leiðhamrar 39 - 112 Reykjavík