Fréttir - Krafla.is
-
Ævintýraleg barátta í niða myrkri í klukkutíma
,,Þetta var svakaleg barátta. Aðstæður allar mjög erfiðar og flugan lítil og græjurnar nettar. Engu að síður tókst þetta og laxinn er glæsilegur," sagði Hilmir Víglundsson leiðsögumaður við Hofsá í Vopnafirði í samtali við Krafla.is
Birgir Már Ragnarsson veiddi á dögunum sannkallaðan stórlax í Hofsá í Vopnafirði. Laxinn var 106 cm langur og 24-25 pund að þyngd. Fiskinn veiddi Birgir á Kröflufluguna Kolskegg og er þetta stærsti fiskur sem veiðst hefur í Hofsá í mörg ár og einn stærsti laxinn sem veiðst hefur á þessu sumri hér á landi. Kolskeggurinn sem laxinn tók var í formi lítillar gárutúpu og krókurinn númer 14 af WMC gerð.
,,Laxinn tók klukkan hálf tíu og við vorum í klukkutíma að landa honum. Seinni helmingur viðureignarinnar fór fram í niðamyrkri og allar aðstæður voru mjög erfiðar," sagði Hilmir ennfremur en laxinn tók í Hagabrekkuhyl á fyrsta svæði Hofsár.
Við minnum veiðimenn á að Kolskegg og aðrar Kröfluflugur er einungis hægt að fá í Veiðibúðinni Kröflu að Höfðabakka 3. Ef veiðimenn rekast á Kolskegg eða aðrar Kröfluflugur í öðrum veiðibúðum eru það afar lélegar eftirlíkingar að okkar mati sem við tökum enga ábyrgð á. Samkvæmt vörumerkjalögum er öðrum verslunum óheimilt að selja Kröfluflugur.
-
Svakaleg dagsveiði í Soginu og Eystri Rangá þar sem Kröfluflugur komu mikið við sögu
,,Þetta er eitt mesta ef ekki mesta ævintýri sem ég hef lent í um dagana og þeir eru nú orðnir nokkuð margir. Þetta var alveg rosaleg veiði og það var mjög mikið af laxi á svæðinu í Ásgarði," sagði Sigurður Vilhjálmsson í samtali við Krafla.is en hann lenti í sannkallaðri mokveiði á Ásgarðssvæðinu í Soginu um síðustu helgi.
,,Við félagi minn vorum við veiðar í Ásgarði seinni part síðasta laugardags og fyrri part sunnudags. Á þessum tveimur vöktum settum við í 19 laxa og lönduðum 14 þeirra. Iða og Kolskeggur voru að gefa okkur stórkostlega veiði og sama má segja um marga liti af Kröflunum. Við vorum einnig að missa marga laxa og það var mikið fjör þessa tvo hálfu daga," sagði Sigurður.
Sogið virðist vera að smella í gang og veiðimenn hafa verið að gera góða veiði í Bíldsfelli síðustu dagana. ,,Ég varð mikið var við lax á Ásgarði um daginn og flugurnar frá Kröflu voru að svínvirka. Ég er mjög hrifinn af þessum flugum og er nær eingöngu farinn að nota flugurnar frá Kröflu. Þær eru bæði sterkar og þrælveiðnar," sagði Sigurður.
Annað ævintýri í Eystri Rangá
Eftir mokveiðina í Ásgarði héldu þeir félagar í Eystri Rangá og drógu þar 5 svæðið Á einum degi settu þeir í 27 laxa og lönduðu megninu af þeim. ,,Þetta var alveg stórkostleg veiði. Og enn voru það Kröfluflugurnar sem voru að gefa vel. Iðan og Kolskeggur og ég fullyrði að Iðan er algjört drápstól. Í hvert einasta skipti sem ég reyni þessa flugu gefur hún mér góða veiði," sagði Sigurður.
Við minnum veiðimenn á að Kolskeggur, Iða og allar Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3. Þar er boðið upp á langmesta úrval landsins af íslenskum flugum og að mati fjölmargra veiðimanna er þar að finna fallegasta og stærsta fluguborð landsins.
-
Mikið ævintýri í Blöndunni - Fréttir héðan og þaðan
Veiðimaður sem var að veiða í Blöndu nýverið lenti í miklu ævintýri á Breiðunni á neðsta svæði árinnar. Veiðimaðurinn hafði gert stutt hlé á veiðiskapnum og lafði taumendinn niður í ána og flugan þar skammt frá á taumendnum. Engum togum skipti að lax réðst á fluguna sem var Kröfluflugan Iða sem þung keilutúpa.
Upphófst nú mikið ævintýri og varð úr mikil skemmtun fyrir viðstadda enda kostulegt að sjá veiðimanninn reyna að þreyta laxinn á taumnum einum saman. Synti laxinn ótt og títt í kringum veiðimanninn og höfðu viðstaddir af þessu mikla ánægju. Að lokum náði veiðimaðurinn að komast í eðlilegt samband við laxinn og landaði honum með hefðbundnum hætti skömmu síðar. Að sögn Höskuldar Erlingssonar leiðsögumanns í Blöndu er Iða mjög sterk fluga í Blöndu og einkum þegar líður á sumarið. ,,Þá svínvirkar hún hér og skilar mönnum mjög góðri veiði," sagði Höskuldur. Iðuna og aðrar Kröfluflugur fá veiðimenn aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
Holl sem var við veiðar við Iðu í tvo og hálfan dag og lauk veiðum sl. mánudagskvöld landaði 8 löxum og var laxinn frekar tregur. Mikil hlýindi hafa dregið mjög úr veiði við Iðu síðustu daga og þess má geta að vatnshitinn í Stóru Laxá var 21 gráða sl. laugardag. Þann dag kom einn fiskur á land við Iðu. 101 lax hefur verið færður í veiðibókina í veiðihúsinu þannig að líkast til eru komnir um 200 laxar á land á svæðinu það sem af er sumri.
Veiðin í Flókadalsá í Borgarfirði er dottin niður og nokkuð er síðan að reyndir veiðimenn við ána greindu að laxagöngum væri nánast lokið þetta sumarið. Laxinn gekk mjög snemma í Flóku í sumar og erlendir veiðimenn sem voru við veiðar þar um miðjan júlí fengu 99 laxa. Þá þegar var greinilegt að göngur voru mjög minnkandi og ekki bættist lengur við nýr lax í ána. Næsta holl fékk enda aðeins 22 laxa sem er ekki góð veiði á þessum tíma sumars. Ljóst er þó að veiðin í Flóku verður mun betri í sumar en í fyrra þegar hún var reyndar afar léleg.
Enn er að veiðast vel í netalagnir í Hvítá og þegar við sáum menn vitja fyrir nokkrum dögum síðan við Laugardæli í tvær lagnir var spriklandi lax um öll netin. Sorglegt að horfa á þessar netaveiðar en því miður virðist engin leið að stöðv þessar veiðar og samstaðan um slíkar aðgerðir engin.
Veiði er að glæðast í Soginu og við erum með nýja frétt í vinnslu um Sogið og segjum þar frá veiðimönnum sem hreinlega mokveiddu í Soginu fyrir nokkrum dögum. Fréttin er væntanleg hér á Krafla.is mjög fljótlega.
-
Sá stærsti í Jöklunni í sumar tók Ólsen Ólsen
Við vorum að fá fréttir af því að öflug veiðikona frá Reykjavík hefði sett í og landað stærsta laxi sumarsins til þessa á Jöklusvæðinu um síðustu helgi. Veiddist laxinn í Jöklu sjálfri.
Laxinn var 88 cm og 16 pund og tók laxinn Kröflufluguna Ólsen Ólsen sem oft hefur gefið þeim veiðimönnum sem hafa reynt hana stóra laxa. Veiði er eitthvað að braggast á Jöklusvæðinu eftir rólega byrjun en mikil hlýindi og leysingar hafa gert veiðimönnum afar erfitt fyrir.
Til gamans má geta þess að það var eiginmaður umræddrar konu sem brá sér í Veiðibúðina Kröflu fyrir veiðitúrinn á Jöklusvæðið og keypti hjá okkur flugur. Við laumuðum Ólsen Ólsen túpunni með í pokann sem kaupbæti, eins og við gerum gjarnan, með þessum afar skemmtilega árangri.