Fréttir - Krafla.is
-
Laxinn mættur í Stóru Laxá - missti tvo á Iðuna
Laxinn er mættur í Stóru Laxá í Hreppum. Veiðimenn sem voru við veiðar á fjórða og efsta svæði árinnar sáu eitthvað af laxi á svæðinu en ekki mikið. Þeir settu í tvo laxa á Iðu keilutúpu en þeir höfðu báðir betur.
Kröfluflugurnar eru að gefa mjög góða veiði hjá þeim sem nota þær. Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar eins og þær eiga að vera, sterkar og endingargóðar, fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3. Við höfum heyrt margar sögur af lélegum eftirlíkingum í öðrum verslunum og viljum taka fram að þær flugur eru alls ekki frá okkur komnar.
Veiðin byrjaði með látum í Langá á Mýrum í morgun en á morgunvaktinni komu 22 laxar á land. Sögðu menn töluvert af fiski í ánni og ekki hvað síst á miðsvæði árinnar.
-
Frábær laxveiði í mörgum ám og laxinn snemma á ferðinni
Laxveiðitímabilið byrjar með ótrúlegum látum þetta árið. Á fyrsta degi í Elliðaánum í gær veiddst 31 lax þrátt fyrir að nánast byrjendur í laxveiði væru við veiðar allan daginn. Sautján af þessum löxum fengust á flugu sem er óvenju hátt hlutfall fyrstu dagana í Elliðaánum.
Hítará á Mýrum hefur einnig opnað með stæl en opnunarhollið í ánni var í afar góðum málum. Við vissum af 16 löxum þegar hollið var ekki búið með tímann. Í fyrra veiddust 2 laxar í opnunarhollinu í Hítará.
Veiði hefur einnig gengið ágætlega í Norðurá þrátt fyrir að taka hafi dottið verulega niður eftir að opnunarhollið lauk sér af í ánni. Opnunarhollið fékk 25 laxa og komu 9 laxar á Kröfluflugur. Þar á meðal voru Iða, Kolskeggur og rauð Krafla. Síðast þegar við fréttum var Norðurá að skríða í 200 laxa og segja menn að mikill fiskur sé í ánni miðað við árstíma.
Laxinn virðist vera óvenjusnemma á ferðinni þett sumarið. En hver er átæðan? Svarið liggur auðvitað ekki fyrir en gott vor eða afar hagstæðar aðstæður í sjónum hljóta að vera atriði sem vega þungt.
-
Fullt af fiski í Norðurá - 16 laxar á land á fyrsta degi -15 tóku Kolskegg og Iðu
,,Þetta hefur verið mjög gaman og það er mikið af fiski á ferðinni. Ég setti í fimm laxa seinni partinn í dag og náði einum á Iðuna við Réttarhylsbrot eftir að hafa misst tvo á Berghylsbroti. Laxarnir fjórir sem ég missti tóku allir Kolskegg," sagði Guðmundur Stefán Maríasson fyrrverandi formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í samtali við Krafla.is í gærkvöld en þá hafði hann nýverið hætt veiði kl. 22.
Kröfluflugur komu mikið við sögu við Norðurá í gær. Alls komu 16 laxar á land og helmingur þeirra, 8 laxar komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg. Mikið er gengið af fiski í Norðurá en seinni partinn í gær kólnaði nokkuð og áin var hraðminnkandi.
Guðmundur Stefán var ekki sá eini í stjórnarhollinu sem varð vel á Kröfluflugurnar í gær. Hörður Birgir Hafsteinsson, nýliði í stjórn SVFR og að veiða í Norðurá í fyrsta skipti, setti í 7 laxa í gær en var óheppinn og náði ,,aðeins" þremur á land. Hörður fékk tvo laxa fyrir hádegi á Iðu keilutúpu á Bryggjunum og eftir hádegi fékk hann þriðja laxinn á Brotinu. ,,Við enduðum síðan á Eyrinni og þar var mikið líf. Ég tók samt aðeins tvö rennsli en setti í fjóra laxa á Kolskegg. Ég komst mislangt með laxana en þeir höfðu allir betur," sagði Hörður sem var fárveikur við veiðarnar í gær með skæða flensu en náði samt þessum frábæra árangri að setja í sjö laxa á opnunardeginum. ,,Þetta var mjög líflegt og það er fullt af fiski i ánni," sagði Hörður Birgir.
Kröfluflugurnar Kolskeggur og Iða slógu sem sagt algjörlega í gegn á bökkum Norðurár í gær. Alls tóku þær í það minnsta 15 laxar og hefði smá heppni verið með í för þá hefðu laxarnir sem komu á land hæglega geta orðið 25 í stað 16.
Tekið skal fram að við vorum aðeins í sambandi við nokkra veiðimenn í gær í stjórnarhollinu þannig að það er alveg möguleiki á að fleiri veiðimenn hafi lent í ævintýrum hafi þeir á annað borð reynt Kröfluflugurnar.
-
Frábær opnun í Norðurá, Iðan og Kolskeggur gefa vel
Opnunin í Norðurá er að verða sú besta í nokkra áratugi og stefnir í metopnun ef fram heldur sem horfir.
11 laxar veiddust fyrir hádegi, þar af tveir á svæðinu kennt við Munaðarnes. Af þessum löxum vitum við að í það minnsta fjórir komu á Kröfluflugurnar Iðu og Kolskegg keilutúpur.
Myndin sem hér fylgir með er af Elínu Ingólfsdóttur en hún fékk þessa glæsilegu 78 cm hrygnu á Bryggjunum á Iðu.
Við birtum nánari fréttir í kvöld.