Fréttir - Krafla.is
-
Stærsti laxinn í sumar tók Kolskegg
Stærsti laxinn til þessa á nýhafinni vertíð veiddist fyrir tveimur dögum í Miðfjarðará. Það var breskur veiðimaður sem veiddi laxinn í veiðistaðnum Grjóthyl og var laxinn 102 cm langur og 23 pund. Gullfalleg hrygna og nýlega gengin.
Fiskurinn tók Kröflufluguna Kolskegg og var um létta túpuútgáfu að ræða af þessari mögnuðu flugu sem oft hefur gefið veiðimönnum mikla veiði. ,,Þetta var gullfalleg hrygna og viðureignin var skemmtileg. Það er alveg greinilegt að laxinn er að ,,fíla" Kolskegg eða hata hann, eftir því hvernig maður lítur á málið," sagði Rafn Alfreðsson leigutaki Miðfjarðarár í samtali við Krafla.is í kvöld.
Kolskeggur er þegar farinn að láta til sín taka í laxveiðiánum sem hafa verið opnaðar en Kolskeggur eins og hann á að vera fæst aðeins í Veiðibúðinni Kröflu Höfðabakka 3. Við ráðleggjum öllum veiðimönnum að taka Kolskegginn með í veiðitúrinn því þessi íslenska fluga er ein vinsælasta flugan meðal laxfiska og veiðimanna í dag.
Miðfjarðará var í gærkvöldi komin í 20 laxa og sagðist Rafn vera mjög ánægður með gang mála í upphafi vertíðarinnar.
-
Kröflugos 2015 - Gosið færist í aukana í dag - þökkum frábærar viðtökur
Veiðimenn fylltu veiðibúðina Kröflu um helgina og skemmtu sér konunglega á Kröflugosinu . Við höfum aldrei kynnst öðrum eins áhuga á okkar vörum og verslun og viljum þakka nýjum áhugamönnum um Kröflu í hundraðavís fyrir komuna. Verslun okkar, sem við stækkuðum á dögunum, var smekkfull tímunum saman og viðstaddir nutu góðra veitinga og glæsilegra tilboða.
Kröflugosið stendur enn yfir og í dag sunnudag er opið hjá okkur frá 13 til 17. Kröfluflugurnar eru á sérstöku tilboðsverði á gosinu og afslátturinn allt að 50%. Allar vörur eru á kynningarverðum og hægt að gera mjög góð kaup.
Það hefur vakið sérstaka ánægju veiðimanna á gosinu að í glæsilegum tilboðsboxum okkar sem eru á 50% afslætti eru einungis úrvalsflugur og í einu boxinu til að mynda þrjár útgáfur af Kolskeggi. Þá eru í boxunum margar útgáfur af Kröflunum og þær þar í hinum ýmsu litum og útgáfum. Fjölmargir veiðimenn sem koma í heimsókn til okkar segja okkur að fluguborðið í Kröflu sé það fallegasta sem þeir hafa séð og við erum ánægð með þá dóma enda eru veiðimenn bestu dómararnir og meira mark takandi á þeim en eigendum veiðiverslana.
Við minnum veiðimenn á að Kröfluflugurnar er einungis hægt að kaupa í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
Stengurnar frá Echo hafa vakið mikla athygli enda í fremstu röð í heiminum í dag. Og líklega fremstar þegar tekið er tillit til verðlagningar. Í Echo stöngunum fá menn mjög mikið fyrir peninginn og línan hjá Echo er afar fjölbreytt. Allar Echo stengurnar eru með lífstíðarábyrgð.
Í fluguhjólum bjóðum við upp á hjól frá Echo og einnig erum við með hin heimsfrægu hjól frá Nautilus sem hafa vakið mikla athygli á Kröflugosinu.
Við bjóðum allt áhugafólk um veiði velkomið til okkar í dag í Kröflu og verðum með heitt á könnunni og kleinur að auki.
-
Boðsmiðinn þinn á Kröflugosið
Kröflugosið hefst á föstudaginn 27. mars og kl. 16 til kl. 21 á föstudaginn bjóðum við upp á veitingar.
Og áfram mun gjósa í Kröflu á laugardag og sunnudag.
Hér fylgir með boðsmiði á kvöldið og eru allir hjartanlega velkomnir í Veiðibúðina Kröflu að Höfðabakka 3.
Við verðum með pylsur á grillinu og kaldan á kantinum og svo auðvitað vörur á frábærum verðum. Við verðum með úrval af flugum í nokkrum fluguboxum í mismunandi útfærslum á hálfvirði og hafa Kröfluflugurnar aldrei verið á betra verði og hægt að gera þvílík kaup. Þá verðum við með sérstök kynningarverð á stöngum hjólum og línum og reyndar verða allar vörur í versluninni á tilboðsverði.
-
Kröflugos hefst föstudaginn 27. mars - Kröfluflugur á hálfvirði og pylsur og kaldur á kantinum
Hið árlega Kröflugos hefst í Veiðibúðinni Kröflu föstudaginn 27. mars. Gosið verður óvenju glæsilegt að þessu sinni en það mun standa alla næstu helgi.
Veisla verður í Kröflu frá kl. 16 til 21 á föstudaginn. Boðið verður upp á gæðapylsur á grillinu frá Ali og kaldur á kantinum verður einnig í boði Kröflu. Bestu Kröfluflugurnar verða seldar á hálfvirði auk þess sem í boði verður kynningarverð á öllum öðrum vörum í versluninni. Það hefur aldrei verið hagstæðara að versla í Kröflu og við skorum á veiðimenn og konur að kíkja til okkar og nýta þetta einstaka tækifæri.
Ný flugusending var að koma í hús og eru nokkrir nýir gullmolar þar á meðal. Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu.
Við vorum einnig að fá nýja sendingu af flugustöngum og hjólum frá Echo og þar eru afar skemmtilegar nýjungar í boði. Meðal annars má nefna nýja hönnun á Glass fiber stöngum sem þegar hafa vakið mikla athygli.
Þá sýnum við Nautilus fluguhjólin frá Bandaríkjunum sem farið hafa sigurför um heiminn og eru af mörgum talin bestu fluguhjólin á markaðnum í dag enda komið best út í hverri könnuninni af annarri.
Nánari fréttir af Kröflugosi verða alla daga vikunnar hér á Krafla.is