Fréttir - Krafla.is
-
Frábær veiði á Kröflufluguna Kolskegg í Blöndu
,,Það er mjög góður gangur í veiðinni í Blöndu og svakalega mikið líf á neðsta svæðinu. Ég hef aldrei áður séð svona mikið líf á Breiðunni og menn eru að fá mjög góða veiði," sagði Höskuldur Erlingsson leiðsögumaður við Blöndu í samtali við Krafla.is núna rétt áðan.
,,Það voru menn að hætta núna eftir tvo daga og þeir fengu rúmlega 40 laxa. Tæplega helmingurinn af þeim kom á flugu, 14 laxar og af þessum 14 komu 8 laxar á Kolskegg sem er hreinlega frábær fluga hér sem annars staðar og í miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum fleirum. Ég nota mikið Kolskegginn og auðvitað eingöngu frá ykkur í Veiðibúðinni Kröflu. Ég nota hann í öllum útgáfum og hann er að gefa mér svakalega fína veiði, sérstaklega
þyngdu útgáfurnar. Einnig nota ég líka flottúpuna mikið með sökktaumum í mismunandi sökkhraða og svo er Kolskeggurinn með keilunni einnig mjög öflugur," sagði Höskuldur.
Við minnum veiðimenn á að Kolskegginn er einungis hægt að fá í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabakka 3.
-
Hljóp á milli manna og ,,reddaði" 5 löxum í lokin
,,Þetta var skemmtilegt þarna í lokin. Það var búið að vera frekar rólegt og langmest af fiski á neðsta svæðinu við veiðihúsið. Síðasta morguninn var ákveðið að skipta neðsta svæðinu jafnt milli manna og síðasta klukkutímann eða svo voru tvær stangir á neðsta svæðinu. Sá klukkutími var mjög skemmtilegur hjá þessum veiðimönnum," sagði heimildamaður okkar sem var við veiðar í Hítará fyrir nokkru.
Erlendu veiðimennirnir sem hér um ræðir voru með sínar eigin flugur. Aðkomumaður lumaði hins vegar á Kolskegg í sínum fórum og að sjálfsögðu frá Veiðibúðinni Kröflu. Eftir að hafa hnýtt Kolskegginn á taumendann hjá öðrum þeirra greip hana lax í fyrsta kasti með miklum látum eins og venjulega. Þá þegar tók aðstoðarmaðurinn til fótanna til félaga síns í næsta hyl fyrir neðan og sama sagan endurtók sig þar. Kolskeggurinn hnýttur á taumendann og fallegum lúsugum laxi landað skömmu síðar. Þegar upp var staðið voru félagarnir búnir að fá 5 laxa á Kolskegginn og það voru ánægðir veiðimenn sem kvöddu Hítará þennan daginn og ekki í fyrsta skipti sem Kolskeggur bjargar veiðitúrum hjá veiðimönnum. Um það gætum við nú orðið skrifað margar greinar en látum þessa nægja í bili.
-
Fékk 33 laxa af 49 á tvö eintök af rauðu Kröflunni
Nú erum við búin að fá endanlegan botn í mikið Kröfluævintýri sem erlendur veiðimaður upplifði á bökkum Norðurár í vikunni. Eins og fram hefur komið er gríðarleg veiði í Norðurá og veiddi þessi umræddi veiðimaður alls 49 laxa. Af þeim fékk hann 33 á rauða Kröflu.
Leiðsögumaður veiðimannsins sem við töluðum við að veiðitúrnum loknum sagðist hafa átt eintak af rauðri Kröflu í formi þyngdrar túpu. Á þessa túpu fengu þeir um helming laxanna. Svo ólánlega vildi til að veiðimaðurinn festi fluguna í rafmagnslínu við Glitstaðabrúna og varð ekki hjá því komist að slíta. Nú voru góð ráð dýr. Þetta var síðasta Kraflan sem leiðsögumaðurinn hafði meðferðis.
Í framhaldinu hægðist mjög á tökum hjá okkar manni en þá þegar hafði flugan skilað honum 21 laxi. Um kvöldið var leiðsögumaðurinn ekki alls kostar sáttur og hóf mikla leit að rauðri Kröflu í öllum sínum boxum og hirslum. Að lokum fann hann eitt eintak og þetta seinna eintak af rauðu Kröflunni skilði veiðimanninum 12 löxum síðsta morguninn eða alls 33 löxum.
Sú staðreynd að tvær flugur skuli skila veiðimanni 33 löxum er frábær meðmæli með flugunni, ekki aðeins hönnun Kristjáns Gíslasonar heldur einnig framleiðslunni og gæðum hennar hjá Jóni Inga Ágústssyni. Við leyfum okkur að fullyrða að það sé nánast einsdæmi að tvær flugur skili svo svakalegum afla.
,,Ég hef lengi veitt á Kröfluflugurnar og þær hafa reynst mér ótrúlega vel. Þetta var alveg rosalegt með rauðu Kröfluna. Laxinn var algjörlega vitlaus í fluguna. Ég hef veitt rosalega mikið á Kröflurnar í sumar og á flest alla litina. Kröfluflugurnar allar eru langbestu flugurnar í dag að mínu mati, bæði hvað varðar gæði og hversu vel veiðist á þær."
Kröfluflugurnar fást aðeins í Veiðibúðinni Kröflu, Höfðabkka 3.
-
13 í röð á rauða Kröflu í Norðurá og flugan enn í lagi - 6 af 7 tóku rauða Kröflu á Iðunni
Kröfluflugurnar eru að gera það gott um allt land og við heyrum stöðugar fréttir af góðum árangri veiðimanna sem þær nota. Oft á degi hverjum fáum við fréttir af Kolskeggi og hans afrekum og nú upp á síðkastið höfum við til dæmis verið að fá fréttir af rauðri Kröflu og þær ansi magnaðar.
Tökum tvö dæmi. Veiðimenn sem voru á Iðu nýverið lönduðu 7 löxum og sex þeirra tóku á rauða Kröflu. Flugan var afar sterk í þessu holli en rauði liturinn virtist alls ráðandi þennan dag. Sjöundi fiskurinn var 13 punda nýgenginn lúsugur hængur og veiðimaðurinn Jón Hilmarsson.
Leiðsögumaður við Norðurá hafði samband við okkur í gærkvöldi og þá var viðskiptavinur hans búinn að fá 13 laxa á stuttum tíma á rauða Kröflu. Veiðimaðurinn fékk 4 laxa undir lok vaktarinnar í fyrrakvöld og í gærmorgun fékk þessi sami veiðimaður 9 laxa á rauða Kröflu. ,,Það var með hreinum ólíkindum hvað laxinn var brjálaður í rauðu Kröfluna. Við vorum upp á dal og þar var mikið af laxi. Tvívegis gerði ég það að gamni mínu að skipta um flugu og þá datt takan niður. Síðan þegar ég setti rauðu Kröfluna aftur á þá fór öflug taka í gang á nýjan leik. Annað sem var merkilegt var að flugan er sem ný eftir öll þessi köst og 13 laxa. Hún gæti nánast farið beint aftur í fluguborðið í Veiðibúðinni Kröflu," sagði leiðsögumaðurinn.